Þyrluskíðun á Tröllaskaga

Hefur þú sveigjanleika til að stökkva til og henda öllu frá þér með stuttum fyrirvara? Þá mælum við með að þú skráir þig hér. Að skráningu lokinni og fram í lok júní ert þú á útkallslista og allar líkur á því að þú fáir símtal um laust sæti í þyrluskíðun. Um er að ræða sæti á umtalsverðum afsláttarkjörum á dagsskíða, 2 og 4 daga pökkum og fyrstir koma fyrstir fá.

SKRÁÐU ÞIG Á LISTANN 

 


Dagsferðir í þyrluskíðun 2025

Hvað gæti verið meira spennandi en að skella sér í þyrluskíðun á Tröllaskaga núna í vetur.  Frá og með 19. febrúar mun Arctic Heli Skiing bjóða upp á dagsferðir á helstu og hæstu toppa Tröllaskagans frá bækistöðvum okkar á Klængshóli í Skíðadal og Karlsá á Upsaströnd. Hér eru einhverjar lengstu skíðabrekkur landsins eða allt að 1.300 metra fallhæð og aðstæður í einu orði sagt frábærar.

Eins dags þyrluskíða ævintýri á Tröllaskaga 160,000 ISK á mann miðað við 4 saman

  • Lágmark 5 ferðir (Ef borið saman við Siglufjarðarsvæðið að þá eru þetta milli 8-10 ferðir þar sem brekkurnar eru 70-100% lengri í fallmetrum í Skíðadal)
  • Öryggisfræðsla
  • Hádegisverður á fjalli
  • Leiðsögn fagmanna
  • Snjóflóða útbúnaður, loftpoki, ýlir, skófla og stöng

Ferðalýsing: Gestir mæta á Klængshól í Skíðadal eða Karlsá kl 09:00 þar sem leiðsögumaður tekur á móti hópnum og fer í gegnum alla öryggisþætti ásamt því að fólk er græjað upp fyrir daginn. Flug og skíðun hefst um kl 11:30 þar sem allir helstu tindar Skíðadals eða Upsatsrandar svo sem Hesturinn, Syðri Hnjúkur og Snækollur eru á matseðlinum. Um miðjan dag er gerð góð pása til að næra sig á fallegum stað í fjöllunum og svo skíðað fram á seinnipartinn. Ef fólk er til í meira rennsli, þá er hægt að kaupa auka ferðir á 17.000 kr. per ferð.

CONTACT


Toppa skutl í Skíðadal

Við bjóðum einnig upp á toppa skutl frá Klængshóli fyrir fjallaskíðahópa og erum með tvo kosti í boði sem henta öllum sama hvort leitað er að einni góðri bunu eða heilum flottum degi á fjallaskíðum. Verð miðast alltaf við 4 manns.

Stutt og gott! – 76,000 ISK (heildarverð fyrir allt að 4 manns)

Til dæmis þyrluskutl á Hestinn, Syðri Hnjúk eða aðra tinda í nágrenni Klængshóls sem allir bjóða uppá langt og gott rennsli til baka heim að bæjardyrum. Flott að byrja daginn á skutli og rennsli t.d austur af fjöllunum, skinna svo aftur upp og enda daginn á Klængshóli.

Innifalið:

  • Eitt flug á nærtinda Skíðadals*
  • Þyrluöryggisfræðsla
  • Ráðleggingar um góðar leiðir 

Fjarlægari slóðir! – 140.000 ISK (heildarverð fyrir allt að 4 manns)

Hér erum við að fljúga með hópa lengra inná hálendi Tröllaskagans á staði sem enginn kemst venjulega á í dagsferð á fjallaskíðum. Ein vinsælasta leiðin okkar er Ísfeld þveruninn þar sem flogið er á einn af tindum Gljúfurárjökuls og skíðað til baka í Klængshól en það er hreint út sagt mögnuð leið með þremur til fjórum upp og niðurferðum á nokkra af flottustu tindum Tröllaskagans. Þetta er dagur af sverari gerðinni og hentar einungis vönum fjallaskíða hópum í góðu formi.

Innifalið:

  • Eitt flug á tind á innanverðum Tröllaskaga*
  • Þyrlu öryggisfræðsla
  • Ráðleggingar um góðar leiðir

(*ATH hér er einungis um skutl að ræða. Engin leiðsögn í boði og mælst til að aðeins vant fjallaskíðafólk með tilheyrandi útbúnað og þekkingu nýti sér þessar ferðir)

CONTACT


Fjallaskíðadagur í einn dag

  • 1 mann: 155.000 ISK, 2-6 manns: 167.000 ISK

Hámark 6 manns per leiðsögumann. Það er leitun að sérfróðari og vanari mönnum til að leiðsegja hópum á Tröllaskaganum og fyrir þá sem ekki vilja eyða dýrmætum fjalla- tíma sínum í að velkjast í vafa um leiða val, öryggi eða aðstæður, en frekar hámarka gæði upplifuninnar þá er ekki spurning að slá saman í dag eða tvo með einum af leiðsögumönnunum okkar. Við sérsníðum hvern dag eftir óskum, reynslu og væntingum hvers hóps.

CONTACT